Ferill 333. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 528  —  333. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um húsnæðissamvinnufélög.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórhall Vilhjálmsson og Inga Val Jóhannsson frá félagsmálaráðuneyti. Þá komu á fund nefndarinnar Ragnar Hafliðason frá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Sig­ríður Jónsdóttir og Gunnar Jónatansson frá Búseta hsf.
    Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp til laga um byggingar- og húsnæðissamvinnufélög. Komu fram ýmsar athugasemdir við það frá félagsmálanefnd og hefur frumvarpinu verið breytt í samræmi við þær. Þá var tekið tillit til athugasemda húsnæðissamvinnufélagsins Bú­seta hsf. og einstaklinga sem staðið hafa að undirbúningi að stofnun húsnæðissamvinnu­félagsins Búmenn.
    Frumvarpi þessu er ætlað, verði það að lögum, að koma í stað VII. kafla gildandi laga um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993, með síðari breytingum, en þau munu falla úr gildi 1. janúar 1999. Koma helstu breytingarnar frá gildandi lögum fram í 5. og 13. gr. en þar er kveðið skýrar á um hvernig meta eigi ástand húsnæðis við endurgreiðslu andvirðis búseturétt­ar og um heimildir húsnæðissamvinnufélaga til þess að endurákvarða búseturéttargjald við endurráðstöfun búseturéttar til annars félagsmanns.
    Nokkrar umræður urðu í nefndinni um ákvæði a-liðar 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins þar sem segir að markmið húsnæðissamvinnufélaga skuli m.a. vera að taka til ávöxtunar sparifé fé­lagsmanna sinna. Telur nefndin óeðlilegt að húsnæðissamvinnufélög séu með slíka starfsemi og leggur til að umrætt ákvæði verði fellt brott.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt með áðurnefndri breytingu sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 16. des. 1998.



Kristín Ástgeirsdóttir,


form., frsm.


Einar K. Guðfinnsson.


Rannveig Guðmundsdóttir.



Siv Friðleifsdóttir.


Kristján Pálsson.


Pétur H. Blöndal.



Magnús Stefánsson.


Guðný Guðbjörnsdóttir.


Arnbjörg Sveinsdóttir.