Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 641  —  370. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 95/1997, um Landmælingar og kortagerð.

Frá minni hluta umhverfisnefndar.



    Minni hluti nefndarinnar er algerlega andvígur vinnubrögðum meiri hluta Alþingis og um­hverfisráðherra eins og þau hafa birst í þessu máli. Minni hlutinn telur hættu á því að í kjölfar meðferðar þess á Alþingi geti fylgt skaðabótakröfur á hendur ríkinu. Minni hlutinn telur að gefa hefði átt lengri tíma til að fjalla um málið. Minni hlutinn lýsir allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni og lýsir andstöðu við málið. Minni hlutinn á þess ekki kost að stöðva málið þar sem meiri hlutinn er staðráðinn í því að koma því í gegnum þingið strax í nótt.

Alþingi, 20. des. 1998.



Svavar Gestsson,


frsm.


Steingrímur J. Sigfússon.


Lúðvík Bergvinsson.