Ferill 343. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 702  —  343. mál.




Framhaldsn efndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin ákvað að taka málið til frekari umfjöllunar eftir að því hafði verið vísað til 3. um­ræðu. Hefur nefndin fengið á sinn fund Ara Edwald, aðstoðarmann sjávarútvegsráðherra, Árna Múla Jónasson og Guðmund Kristmundsson frá Fiskistofu, Arthur Bogason og Örn Pálsson frá Landssambandi smábátaeigenda, Kristján Ragnarsson og Björn Jónsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Árna Kolbeinsson úr sérfræðinganefnd sjávarút­vegsráðherra.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali. Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að sú takmörkun á framsali aflamarks og aflahlutdeildar báta undir 6 brl. eða 6 brúttótonnum sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu verði þrengd á þann veg að hún nái einungis til krókaaflahlutdeildar og krókaaflamarks.
     2.      Lagt er til að horfið verði frá því að láta árið 1999 gilda við útreikning á innbyrðis hlutdeild krókabáta sem stundað hafa veiðar með þorskaflahámarki í ýsu, ufsa og steinbít. Til að koma til móts við þá sem nýlega hafa skipt yfir í veiðar með þorskaflahámarki verði hins vegar afli ársins 1998 tvöfaldaður áður en til samanburðar við árin 1996 og 1997 kemur.
     3.      Lagt er til að þær breytingar verði á úthlutun skv. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III að úthlutað verði til báta undir 10 brl. eða 10 brúttótonnum og að þorskaflahlutdeild þeirra verði aukin um 5% í stað 15%.

Alþingi, 13. jan. 1999.



Kristinn H. Gunnarsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.



Vilhjálmur Egilsson.




Hjálmar Árnason.



Einar Oddur Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.



Magnús Stefánsson.