Ferill 350. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 912  —  350. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um fangelsi og fangavist, nr. 48 19. maí 1988, með síðari breyt­ingum.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
             Fangi skal vera einn í klefa nema sérstakar aðstæður eða húsrými komi í veg fyrir það og skal klefinn vera læstur að næturlagi. Fangelsismálastofnun getur ákveðið að klefar séu ólæstir í tilteknum fangelsum eða fangelsisdeildum eða í öðrum tilvikum þegar sér­stakar ástæður mæla með.
     2.      Við 5. gr., er verður 6. gr., bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal 5. gr. ekki öðlast gildi fyrr en 1. janúar 2000.