Ferill 476. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 914  —  476. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 51/1985, um ríkislögmann.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Andra Stefánsson frá for­sætisráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að yfirstjórn embættis ríkislögmanns verði flutt frá fjármálaráð­herra til forsætisráðherra. Vistun embættisins hjá fjármálaráðuneyti á sér fyrst og fremst þær sögulegu skýringar að málarekstur æðstu stjórnar ríkisins í einkamálum var áður fyrr að stórum hluta í höndum sérstakra málflutningsmanna sem störfuðu innan fjármálaráðuneytis. Embættið er hins vegar í raun þjónustustofnun allra ráðuneytanna og því eðlilegt að það heyri undir forsætisráðherra og beri undir forsætisráðuneyti, sem fer með mál er varða Stjórnarráð Íslands í heild.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 23. febr. 1999.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.


Jón Kristjánsson.



Hjálmar Jónsson.


Kristján Pálsson.


Árni R. Árnason.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Ögmundur Jónasson.


Kristín Halldórsdóttir.