Ferill 512. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 915  —  512. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um eftirlit með útlendingum, nr. 45 12. maí 1965, með síðari breytingum, o.fl.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Í frumvarpinu er lagt til að forstjóri skipaður af ráðherra veiti Útlendingaeftirlitinu forstöðu, en stofnunin heyrir nú undir ríkislögreglustjóra. Þá er lagt til að stofnuninni verði falið að annast útgáfu vegabréfa. Helstu rökin fyrir þessari breytingu eru að þau málefni sem Útlendingaeftirlitið sinnir eru ekki í eðli sínu lögreglustörf og því óeðlilegt að ríkislögreglustjóri sé yfirmaður stofnunarinnar. Þá er ljóst að fleiri verkefni munu flytjast til stofnunarinnar á næstunni.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.

Alþingi, 24. febr. 1999.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.


Jón Kristjánsson.



Hjálmar Jónsson.


Kristján Pálsson.


Árni Ragnar Árnason.



Ögmundur Jónasson.


Kristín Halldórsdóttir.


Bryndís Hlöðversdóttir.