Ferill 135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 923  —  135. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr.
       a.      Orðið „(stofnana)“ í 1. mgr. falli brott.
       b.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Um aðrar sjálfseignarstofnanir en þær sem lög þessi taka til fer eftir lögum um sjóði og stofnanir sem starfa eftir staðfestri skipulagsskrá eða öðrum lögum eftir því sem við á.
     2.      Við 3. gr. Í stað orðanna „Sjálfseignarstofnun telst þó ekki stunda atvinnurekstur“ í 2. mgr. komi: Sjálfseignarstofnun telst þó ekki stunda atvinnurekstur í skilningi laga þess­ara.
     3.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
              Lög þessi taka ekki til:
            a.      sjálfseignarstofnana sem starfa á grundvelli sérlaga eða eru stofnaðar með lögum eða ákvörðun Alþingis eða heimild í þjóðréttarsamningi og háðar eru eftirliti íslenska ríkisins eða annars ríkis;
           b.      sjálfseignarstofnana sem sveitarfélög stofna alfarið eða leggja fé í til að fullnægja beinum lagalegum skyldum sínum;
            c.      öldrunarstofnana.
     4.      Við 6. gr. Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að öðru leyti fer um heiti sjálfseignarstofnunar eftir ákvæðum firmalaga eftir því sem við á.
     5.      Við 7. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Stjórn sjálfseignarstofnunar sem ætlað er að stunda atvinnurekstur skv. 3. gr. skal til­kynna hana til skráningar hjá sjálfeignarstofnanaskrá áður en atvinnurekstur hefst, þó eigi síðar en sex mánuðum frá dagsetningu stofnskjals.
     6.      Við 8. gr. Síðari málsliður 3. mgr. orðist svo: Við tilkynningu um skráningu skv. 41. gr. færast skuldbindingar þó yfir á sjálfseignarstofnunina.
     7.      Við 9. gr.
       a.      b-liður verði d-liður.
       b.      c-liður verði b-liður.
       c.      d-liður verði c-liður.
       d.      Í stað orðsins „endurskoðenda“ í h-lið komi: endurskoðenda (eða endurskoðunarfélaga).
       e.      Í stað orðanna „og tapi“ í j-lið komi: eða fara með ef tap verður á rekstri sjálfseignarstofnunar.
       f.      Í stað orðsins „annarri“ í k-lið komi: annarri, svo og hvernig standa skuli að ráðstöfun eigna við slit hennar.
     8.      Við 10. gr.
       a.      1. málsl. orðist svo: Stofnfé sjálfseignarstofnunar sem stundar atvinnurekstur skal vera minnst 1.000.000 kr.
       b.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Nú uppfyllir sjálfseignarstofnun kröfu um lágmarksfjárhæð þegar hún er stofnuð og er henni þá ekki skylt að hækka síðar stofnfé í samræmi við endurskoðun lágmarks­fjárhæðar samkvæmt þessari grein.
     9.      Við 12. gr.
       a.      Síðari málsliður 3. mgr. falli brott.
       b.      2. og 3. málsliður 5. mgr. orðist svo: Hækkun stofnfjár skal framkvæmd áður en tilkynnt er og öðlast hún ekki gildi fyrr en við tilkynningu. Ef ákvörðun um hækkun hefur ekki verið tilkynnt innan árs fellur hún úr gildi.
     10.      Við 13. gr.
       a.      Í stað orðanna „lækka stofnfé nema“ í 1. mgr. komi: lækka stofnfé, t.d. til að jafna tap fyrri ára, nema.
       b.      Í stað orðanna „fullnægja öllum kröfuhöfum“ í 1. mgr. komi: fullnægja öllum kröfum.
       c.      Í stað orðanna „frá endanlegu samþykki til lækkunar“ í 2. mgr. komi: frá því að hún var samþykkt.
       d.      Í stað síðari málsliðar 2. mgr. komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Lækkun öðlast ekki gildi fyrr en við tilkynningu. Hafi ákvörðun um lækkun ekki verið tilkynnt innan árs fellur hún úr gildi.
       e.      3. mgr. orðist svo:
                  Lækkun stofnfjár skal auglýst í Lögbirtingablaði.
     11.      Við 14. gr. 2. mgr orðist svo:
             Ef ekki eru tilskilin ákvæði um það í samþykktum hvernig standa skuli að vali stjórnar skal fulltrúaráð velja stjórn ef slík stjórnareining er fyrir hendi en ella skulu stjórnar­menn velja nýja menn til setu í stjórninni. Við val stjórnarmanna skal einfaldur meiri hluti ráða nema á annan veg sé mælt í samþykktum. Falli atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða. Sé ekki valinn stjórnarmaður í stað þess sem lætur af störfum innan árs skal ráð­herra velja hann. Ráðherra skal að jafnaði velja menn til stjórnarsetu sem hafa þekkingu eða tengsl við starfssvið sjálfseignarstofnunar.
     12.      Við 15. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                 Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skulu vera lögráða og fjár síns ráðandi og mega ekki á síðustu þremur árum hafa í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsi­verðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum eða lögum um sjálfseignar­stofnanir sem stunda atvinnurekstur, hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög, bók­hald, ársreikninga, gjaldþrot eða opinber gjöld.
       b.      Orðið „þó“ í 2. mgr. falli brott.
     13.      Við 16. gr. Í stað 2. og 3. mgr. komi ein málsgrein, svohljóðandi:
                       Geti stjórnarmaður ekki vegna langvarandi veikinda eða annarra forfalla sinnt starfi sínu sem skyldi skal hann víkja úr stjórninni.
     14.      Við 17. gr. Greinin orðist svo:
             Fullnægi stjórnarmaður ekki skilyrðum til setu í stjórn skv. 15. eða 16. gr. skulu aðrir stjórnarmenn svo fljótt sem verða má gera ráðstafanir til þess að valinn verði nýr stjórnarmaður til setu þann tíma sem eftir er af starfstíma stjórnar. Sama gildir ef stjórnar­maður fullnægir ekki lengur þeim skilyrðum sem krafist er samkvæmt samþykktum.
             Hlutist stjórn eða fulltrúaráð ekki til um val stjórnarmanna innan tveggja mánaða frá því að aðili missir hæfisskilyrði eða lætur af störfum af öðrum ástæðum skal ráðherra skora á stjórn eða fulltrúaráð að bæta úr því innan mánaðar. Verði ekki orðið við þeim tilmælum er ráðherra heimilt að velja nýjan stjórnarmann.
     15.      18. gr. falli brott.
     16.      Við 19. gr. Greinin orðist svo:
             Myndi stofnandi (stjórnarmenn lögaðila), maki hans eða þeir sem tengdir eru stofn­anda eða maka í beinan legg meiri hluta stjórnar skal tilkynna það ráðherra.
             Sé stofnandi sjálfseignarstofnunar félag og maður, sem beint eða óbeint ræður helm­ingi atkvæða eða meira í félaginu, myndar meiri hluta stjórnar í stofnuninni með þeim sem eru honum jafnnánir og þeir er greinir í 1. mgr. skal slíkt tilkynnt ráðherra. Myndi síðastnefndir menn meiri hluta stjórnar skal það einnig tilkynnt ráðherra.
     17.      Við 21. gr. Greinin orðist svo:
             Fulltrúaráð ákveður þóknun stjórnarmanna. Ef fulltrúaráð er ekki í stofnun ákveður stjórnin sjálf þóknun sína. Þóknun stjórnarmanna má ekki vera hærri en venjulegt er miðað við eðli og umfang starfanna.
     18.      Við 22. gr. Í stað orðsins „mega“ í 1. málsl. komi: má.
     19.      Við 23. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                 Í samþykktum má ákveða að auk stjórnar skuli vera fulltrúaráð í stofnuninni. Sé svo skal í þeim kveða á um val og starfstíma fulltrúaráðsins og hlutverk eða starfssvið þess sem skal meðal annars velja í stjórn í samræmi við ákvæði samþykkta, vera tengiliður milli stofnenda og stjórnar eftir því sem við á, fylgjast með rekstri stofnunarinnar og hafa þá eftirlit með því hvernig stjórn og framkvæmdastjóri, ef til er, ráða málum hennar, þar með töldum fjármálum, og setja stofnuninni nauðsynlegar starfsreglur.
       b.      Í stað orðanna „vera í fulltrúaráði“ í 2. mgr. komi: skipa meiri hluta fulltrúaráðs.
     20.      Við 24. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                 Stjórn sjálfseignarstofnunar kýs sér formann, ritara, sem jafnframt skal vera varafor­maður, og gjaldkera nema kveðið sé á um annað í samþykktum.
       b.      Í stað orðanna „fundum stofnunarinnar“ í 3. mgr. komi: stjórnarfundum.
     21.      Við 25. gr.
       a.      Í stað orðanna „óvenjulegum ráðstöfunum sem“ í 3. mgr. komi: þeim óvenjulegu ráðstöfunum sem.
       b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Samþykki ráðherra skerðir ekki rétt sem grandlaus viðsemjandi getur öðlast á grundvelli 27. gr.
     22.      Við 26. gr. Í stað orðanna „Hinn daglegi“ í 2. mgr. komi: Daglegur.
     23.      Við 29. gr. Í stað orðanna „laga nr. 144/1994, um ársreikninga, með áorðnum breytingum“ komi: laga um ársreikninga.
     24.      Við 31. gr. Greinin orðist svo:
             Fulltrúaráð skal velja einn eða fleiri endurskoðendur (eða endurskoðunarfélög) eða skoðunarmenn og varamenn þeirra í samræmi við ákvæði samþykkta. Sé ekki gert ráð fyrir fulltrúaráði í sjálfseignarstofnun skal endurskoðandi endurskoða reikninga stofnunar og velur stjórn félagsins hann. Sé sjálfseignarstofnun án endurskoðanda eða skoðun­armanns skal ráðherra velja hann eða þá.
     25.      Við VI. kafla. Fyrirsögn kaflans orðist svo: Úthlutun fjár o.fl.
     26.      Við 33. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úthlutun fjármuna skal vera eðlileg með hliðsjón af tilgangi og eignarstöðu stofnunar.
     27.      Við 35. gr.
       a.      1. mgr. falli brott.
       b.      4. mgr., sem verður 3. mgr., orðist svo:
                 Stjórnvald það er tekur við ársreikningi félaga hefur eftirlit með ársreikningum og tilkynnir ráðherra, m.a. á grundvelli úrtakskannana, ef telja má að ákvæði 1.–2. mgr. hafi verið brotin.
     28.      Við 36. gr. 1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Mál skv. 1. mgr. skal höfða gegn stofnendum innan tveggja ára frá töku ákvörðunar um stofnun og gegn stjórnarmönnum og fram­kvæmdastjórum innan tveggja ára frá lokum þess reikningsárs þar sem ákvörðunin eða athöfnin, sem málið byggist á, var samþykkt eða gerð.
     29.      Við 37. gr. Greinin orðist svo:
             Samþykktum sjálfseignarstofnana verður ekki breytt nema með heimild í þeim. Til breytinga á samþykktum þarf samþykki minnst . hluta greiddra atkvæða, svo og samþykki þeirra aðila sem hafa lagt fram minnst . hluta þess stofnfjár sem farið er með atkvæði fyrir. Til að auka skuldbindingar aðila þarf þó samþykki þeirra allra.
             Þó er fulltrúaráði, eða stjórn ef ekki er gert ráð fyrir fulltrúaráði í stofnuninni, heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum ef sýnt er að samþykktirnar séu ekki framkvæmanlegar eða andstæðar tilgangi stofnunarinnar. Láti fulltrúaráðið eða stjórnin undir höfuð leggjast að gera breytingar í slíkum tilvikum eftir að ráðherra hefur veitt hæfilegan frest til þess er honum heimilt að breyta samþykktum.
             Sé stofnun leyst upp eða hún sameinuð annarri stofnun skal farið eftir ákvæðum XIII. kafla laga nr. 138/1994, um einkahlutafélög, sbr. einnig XIV. kafla sömu laga, eftir því sem við getur átt.
     30.      Við 39. gr. Í stað orðanna „Tilkynning um stofnun“ í 1. mgr. komi: Í tilkynningu.
     31.      Við 44. gr. Í stað orðanna „sektum, varðhaldi eða fangelsi“ komi: sektum eða fangelsi.
     32.      Við 50. gr. 1. mgr. orðist svo:
              Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 1999.