Ferill 184. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 968  —  184. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um miðlun upplýsinga og samráð við starfsmenn í fyrirtækjum á Evrópska efna­hagssvæðinu.

Frá félagsmálanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fyrirtækjahópum“ í 1. mgr. og sama orðs hvarvetna í frumvarpinu komi (í viðeigandi beygingarfalli): fyrirtækjasamstæðum.
                  b.      Á eftir orðunum „evrópskt samstarfsráð“ í 2. mgr. komi: hér eftir nefnt samstarfsráð.
     2.      Við 3. gr. Í stað 2. og 3. tölul. komi nýr töluliður sem orðist svo: er með starfsstöðvar í a.m.k. tveimur EES-ríkjum og hefur a.m.k. 150 starfsmenn í hvoru þeirra.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „hóp“ í 1. málsl. komi: samstæðu.
                  b.      3. tölul. orðist svo: samanstendur af minnst tveimur fyrirtækjum, hvoru í sínu EES-ríkinu, sem hvort um sig hefur 150 starfsmenn eða fleiri.
     4.      Við 8. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Með fjölda starfsmanna, sbr. 3. og 4. gr., er átt við meðalfjölda starfsmanna á síðustu tveimur árum áður en beiðni er lögð fram skv. 10. gr.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Fjöldi starfsmanna.
     5.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „sæta“ í 2. mgr. komi: sæti.
                  b.      Í stað orðsins „flestir“ í 2. tölul. 5. mgr. komi: fleiri.
     6.      Við 15. gr. Greinin orðist svo:
                  Ef aðalstjórn og samningaráð ákveða að gera samning er hefur að geyma reglur um upplýsingamiðlun og samráð, sbr. 1. mgr. 12. gr., skal samningurinn einkum hafa að geyma ákvæði um málefni sem varða fleiri en eitt EES-ríki og hafa umtalsverð áhrif á hagsmuni starfsmanna. Í samningi aðila skal þó að lágmarki kveða á um eftirfarandi at­riði:
                      1.      Nöfn fyrirtækja og/eða starfsstöðva, sbr. 3. og 4. gr., sem falla undir samninginn.
                      2.      Fyrirkomulag á miðlun upplýsinga og samráði við starfmenn eða fulltrúa þeirra.
                      3.      Rétt starfsmanna eða fulltrúa þeirra til að koma saman til fundar í því skyni að skiptast á skoðunum um upplýsingar sem þeim eru veittar skv. 1. málsl.
     7.      Við 18. gr. 2. málsl. falli brott.
     8.      Fyrirsögn III. kafla orðist svo: Stofnun samstarfsráðs eða samþykkt reglna um upplýsingamiðlun og samráð.
     9.      Við 19. gr. Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Skylda til stofnunar samstarfsráðs.
     10.      Við 21. gr. Í stað orðsins „átján“ í 5. mgr. komi: þrjátíu.
     11.      Við 24. gr.
                  a.      1. og 2. mgr. orðist svo:
                     Ef fyrir hendi eru sérstakar aðstæður sem hafa umtalsverð áhrif á hagsmuni starfsmanna, einkum vegna flutnings, lokunar starfsstöðva eða fyrirtækja eða hóp­uppsagna, á framkvæmdanefndin eða, hafi hún ekki verið stofnuð, samstarfsráðið rétt á að fá upplýsingar um þessar sérstöku aðstæður.
                     Framkvæmdanefndin eða, hafi hún ekki verið stofnuð, samstarfsráðið hefur eftir að hafa sent frá sér beiðni þess efnis rétt til að sitja fund með aðalstjórn fyrirtækis eða einhverju öðru hlutaðeigandi stjórnunarstigi í fyrirtækinu eða fyrirtækjasam­stæðunni í því skyni að fá upplýsingar og hafa samráð um mikilvægar ráðstafanir sem hafa umtalsverð áhrif á hagsmuni starfsmanna.
                  b.      Á eftir orðunum „sitja fund“ í 3. mgr. komi: framkvæmdanefndar.
                  c.      Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                        Fundur skv. 2. mgr. hefur ekki áhrif á heimildir aðalstjórnar.
     12.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum.