Ferill 354. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 970  —  354. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



     1.      Við 2. gr. Á eftir orðinu „skal“ í efnismálsgrein b-liðar komi: ef sérstök ástæða er til.
     2.      Við 11. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
                  a.      Orðin „sbr. þó 1. mgr. 43. gr.“ í 1. mgr. falla brott.
                  b.      Á eftir orðunum „og ber“ í 3. mgr. kemur: dómara.
     3.      Við 14. gr.
                  a.      Við a-lið (44. gr. a). Við 1. málsl. 3. mgr. bætist: þegar hún hefur verið birt.
                  b.      Við b-lið (44. gr. b).
                      1.      1. mgr. orðist svo:
                             Skylt er lögreglu að tilnefna réttargæslumann ef rannsókn máls beinist að broti á XXII. kafla almennra hegningarlaga og brotaþoli óskar þess. Þó skal ávallt tilnefna réttargæslumann ef brotaþoli hefur ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn hefst.
                      2.      Kaflanúmerið „XXII.“ í 2. mgr. falli brott.
                  c.      Við g-lið (44. gr. g).
                      1.      Á eftir orðunum „og ber“ í 2. mgr. komi: dómara.
                      2.      Í stað 1. málsl. 3. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Réttargæslumaður má ekki beina spurningum til þeirra sem gefa skýrslu fyrir dómi. Þó getur hann óskað þess að dómari spyrji brotaþola tiltekinna spurninga eða dómari heimilað honum að spyrja brotaþola beint, sbr. 2. mgr. 59. gr.
                  d.      Við h-lið (44. gr. h.). Í stað orðanna „geta aðstoðað brotaþola við að setja fram einkaréttarkröfur sínar“ í 1. mgr. komi: gæta hagsmuna brotaþola.
     4.      Við 34. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
             4. Ríkissaksóknari tilkynnir brotaþola enn fremur um áfrýjun. Ef úrlausn héraðsdóms um einkaréttarkröfur hans hefur verið áfrýjað skal honum um leið gefinn kostur á að bera fram ósk um réttargæslumann. Ef skilyrði eru til þess að skipa brotaþola réttar­gæslumann gerir Hæstiréttur það.
     5.      Á eftir 45. gr. komi ný grein er orðist svo:
              Við 187. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
             2. Hæstiréttur getur ákveðið að varadómari, einn eða fleiri, verði kvaddur til að taka ákvörðun um hvort mál skuli tekið upp á ný þótt ekki sé fullnægt almennum skilyrðum til að kveðja varadómara til starfa.
     6.      Við 46. gr. (er verði 47. gr.). Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast gildi 1. maí 1999.
     7.      Við 47. gr. (er verði 48. gr.). Á eftir orðinu „skal“ í efnismálsgrein 1. tölul. komi: ef sérstök ástæða er til.