Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 974  —  183. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á skaðabótalögum, nr. 50 19. maí 1993, sbr. lög nr. 42 13. maí 1996.

Frá minni hluta allsherjarnefndar (KH,ÖJ, JóhS).



    Við 13. gr. Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
    Við mat á miskabótum vegna kynferðisofbeldis skal sérstaklega taka tillit til eðlis verkn­aðarins, hversu lengi misnotkunin varaði, hvort verknaðurinn var misnotkun á skyldleika­sambandi eða umönnunarsambandi, hvort brotaþoli var háður geranda á einhvern hátt, eða hvort um misnotkun á trúnaðarsambandi var að ræða, og hvort verknaðurinn var framinn á sérlega sársaukafullan eða ærumeiðandi hátt.