Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1002  —  226. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 80/1993, um aðgerðir gegn peningaþvætti.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr.
       a.      Við bætist inngangsmálsgrein, svohljóðandi:
                       Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna.
       b.      Við bætist nýr liður, b-liður, svohljóðandi: Í stað tilvísunarinnar „7. og 8. gr.“ í 2. mgr. kemur: 7., 8. og 9. gr.
     2.      Við 3. gr. Á eftir b-lið komi nýr liður, svohljóðandi: Í stað orðanna „með hærri fjárhæð en 1.100.00 kr.“ í 2. mgr. kemur: með hærri fjárhæð en sem nemur 15.000 evrum miðað við opinbert viðmiðunargengi eins og það er skráð hverju sinni.
     3.      Við 6. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „Fjármálastofnun skal“ kemur: Einstaklingur og lögaðilar, sem nefndir eru í 1. gr., skulu.
                  b.      Orðin „eða viðskiptasambandi“ falla brott.
     4.      Á eftir 13. gr. kemur ný grein, svohljóðandi:
                  12. gr. laganna fellur brott og breytast greinatölur samkvæmt því.
     5.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „8. og 9. gr“ í fyrri málslið 1. mgr. kemur: 8., 9. og 10. gr.
                  b.      Orðin „ríkissaksóknara eða“ í síðari málslið 1. mgr. falla brott.
     6.      Ákvæði til bráðabirgða falli brott.