Ferill 511. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1022  —  511. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Kennaraháskóla Íslands, nr. 137/1997.

Frá menntamálanefnd.



    Á undan 1. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
     a.      (1. gr.)
             3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
             Háskólaráð setur nánari reglur um starfsskyldur ótímabundið ráðinna kennara.
     b.      (2. gr.)
             Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
                  a.      2. tölul. 2. mgr. orðast svo: fjórir fulltrúar ótímabundið ráðinna kennara og fjórir til vara kjörnir á almennum fundi þeirra hlutfallsbundinni kosningu til tveggja ára í senn.
                  b.      3. mgr. orðast svo:
                       Varaforseta og ritara kýs ráðið úr hópi háskólaráðsfulltrúa ótímabundið ráðinna kennara.