Ferill 95. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1043  —  95. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um sérstakt átak til að draga úr reykingum kvenna.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið á fundum sínum. Umsagnir bárust nefndinni frá land­læknisembættinu, Skrifstofu jafnréttismála og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að heilbrigðisráðherra verði falið að efna til sérstaks átaks til að draga úr reykingum kvenna og skuli sjónum einkum beint að stúlkum og ungum konum þannig að takast megi að koma í veg fyrir að stúlkur hefji reykingar og þær sem eru byrjaðar hætti.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Sólveig Pétursdóttir, Guðni Ágústsson og Ásta R. Jóhannesdóttir voru fjarverandi við af­greiðslu málsins.
    Ögmundur Jónasson áheyrnarfulltrúi í nefndinni er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 4. mars 1999.



Össur Skarphéðinsson,


form., frsm.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Siv Friðleifsdóttir.



Guðmundur Hallvarðsson.


Bryndís Hlöðversdóttir.


Sigríður A. Þórðardóttir.