Ferill 342. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1047  —  342. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um landslið hestamanna.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá skrifstofu forseta Íslands, Bændasamtökum Íslands, Félagi tamningamanna og Íþróttasambandi Íslands.
    Í tillögugreininni er lagt til að landbúnaðarráðherra verði falið að koma á fót landsliði hestamanna sam falið verði að kynna íslenska hestinn, t.d. með því að koma fram fyrir Íslands hönd við hátíðleg tækifæri og opinberar móttökur erlendra þjóðhöfðingja.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með svofelldum

BREYTINGUM:

     1.      Tillögugreinin orðist svo:
             Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að undirbúa í samvinnu við önnur stjórn­völd og samtök að íslenskir hestar og hestamenn gegni veigamiklu hlutverki við opin­berar móttökur erlendra þjóðhöfðingja og við önnur hátíðleg tækifæri.
     2.      Fyrirsögn tillögunnar verði: Tillaga til þingsályktunar um íslenska hestinn.

    Guðjón Guðmundsson og Hjálmar Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 1999.



Guðni Ágústsson,


form.


Ágúst Einarsson,


frsm.


Egill Jónsson.



Magnús Stefánsson.


Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.


Sigríður Jóhannesdóttir.



Katrín Fjeldsted.