Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1048  —  100. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um framleiðslu íslenskra matvæla á forsendum sjálfbærrar þróunar.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsögn barst frá umhverfisráðuneyti og auk hennar var farið yfir umsagnir sem bárust þegar málið var flutt á 121. og 122. þingi frá vottunarstofunni Túni ehf., Neytendasamtökunum, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Náttúruvernd rík­isins, sjávarútvegsráðuneyti, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Bændasamtökum Íslands, ÁFORM, VOR, Fagráði í lífrænni framleiðslu, Náttúruverndarráði og Landgræðslu ríkisins.     
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að stefna beri að því að matvælaframleiðsla á Íslandi skuli vera á forsend­um sjálfbærrar þróunar fyrir árið 2003.
    Jafnframt skuli stefnt að því að auka hlut landbúnaðarafurða sem vottaðar eru lífrænar.

    Guðjón Guðmundsson og Hjálmar Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 1999.



Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Egill Jónsson.


Magnús Stefánsson.



Lúðvík Bergvinsson.


Ágúst Einarsson.


Sigríður Jóhannesdóttir.



Katrín Fjeldsted.