Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1057  —  521. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og um breyt. á l. nr. 118/1993, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar (SF, LMR, GHall, GÁ, SAÞ).



     1.      Við 2. gr.
                  a.      2. mgr. a-liðar orðist svo:
                      Ráðherra skipar þrjá menn í nefndina og jafnmarga til vara til sex ára í senn. Hæstiréttur tilnefnir tvo menn. Skal annar þeirra uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara og vera formaður nefndarinnar en hinn skal vera læknir og varafor­maður hennar. Einn nefndarmanna skal skipaður án tilnefningar. Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og uppfylla sömu hæfisskilyrði og aðalmenn.
                  b.      Í stað 2. mgr. c-liðar komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                       Að kröfu málsaðila getur nefndin ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en 10 dögum frá birtingu úrskurðar. Skal frestun á réttaráhrifum úrskurðar vera bundin því skilyrði að máls­aðili beri málið undir dómstóla innan 30 daga frá frestunarúrskurði og óski þá eftir að það hljóti flýtimeðferð. Frestun réttaráhrifa úrskurðar fellur úr gildi ef mál er ekki höfðað innan 30 daga. Sé mál höfðað vegna úrskurðar nefndarinnar er henni heimilt að fresta afgreiðslu sambærilegra mála, sem eru til meðferðar eru hjá henni, þar til dómur gengur í málinu.
                      Tryggingaráð getur höfðað dómsmál til að fá hnekkt úrskurði úrskurðarnefndar almannatrygginga.
     2.      Við 4. gr. Í stað „181.476“ í a-lið komi: 188.736.