Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1101  —  387. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um skipan nefndar til að auka aga í skólum landsins.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir um það bárust frá skólaskrifstofu Suðurlands, fræðslu- og menningarsviði Hornafjarðarbæjar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Skóla­meistarafélagi Íslands, Grindavíkurbæ, menntamálaráðuneyti, skólaskrifstofu Húnvetninga, skólaskrifstofu Vesturlands, Kennaraháskóla Íslands, skólaþjónustu Eyþings, Kennarasam­bandi Íslands, skólaskrifstofu Vestfjarða, Æskulýðssambandi Íslands, Sambandi iðnmennta­skóla, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Barnaverndarstofu.
    Í tillögunni er lagt til að menntamálaráðherra verði falið að skipa nefnd sem skipuð verði fulltrúum aðila sem sinna að ákveðnu marki uppeldishlutverki barna á skólaaldri. Lagt er til að nefndinni verði falið að skila tillögum um aukinn aga í skólum landsins.
    Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað til ríkistjórnarinnar.

Alþingi, 9. mars 1999.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form.


Hjálmar Árnason,


frsm.


Arnbjörg Sveinsdóttir.



Guðný Guðbjörnsdóttir.


Kristín Ástgeirsdóttir.