1999-06-10 15:50:58# 124. lþ. 2.2 fundur 2. mál: #A samningur milli Íslands, Noregs og Rússlands um þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur, 124. lþ.

[15:50]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. þarf ekkert að segja mér um það í hvaða höndum málið er. Auðvitað er framkvæmd málsins í höndum sjútvrh., mér er það fullkomlega ljóst. Ég er aðeins að upplýsa hvaða umræður voru um málið á sínum tíma og ég taldi að mér bæri að upplýsa það sem ég vissi í því sambandi. Hvort einhver önnur framkvæmd verður höfð á í ár eða síðar, er svo allt annað mál og ég sé ekki að það eigi á nokkurn hátt að koma í veg fyrir að þessi samningur sé staðfestur.

Hins vegar finnst mér mjög eðlilegt að framkvæmd málsins sé rædd í hæstv. sjútvn. og farið yfir rök með og móti málinu. Ég er aðeins að upplýsa hvernig málið var rætt í fyrri ríkisstjórn. En að sjálfsögðu er það núv. hæstv. sjútvrh. sem fer með framkvæmd málsins í framhaldinu.