1999-06-10 16:37:54# 124. lþ. 2.2 fundur 2. mál: #A samningur milli Íslands, Noregs og Rússlands um þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs# þál., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur, 124. lþ.

[16:37]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda á þá staðreynd að magnið sem okkur er heimilt að taka í rússneskri og norskri lögsögu er ekki á alþjóðlegu hafsvæði heldur innan lögsögu þessara ríkja. Það er mikils virði vegna þess að ganga má út frá því að hægt sé að ná þessum afla með minni tilkostnaði og á öruggari hátt þannig að að því leytinu til var það sjónarmið látið gilda og á móti ákveðið að hætta veiðum á þessu alþjóðlega hafsvæði vegna þess að menn töldu eftirsóknarvert að veiða viðkomandi magn í lögsögu ríkjanna. Að því leytinu til var það því haft að leiðarljósi í þessum samningum.