Uppsagnir grunnskólakennara

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 13:55:48 (157)

1999-06-14 13:55:48# 124. lþ. 4.1 fundur 51#B uppsagnir grunnskólakennara# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[13:55]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Eins og ég sagði í fyrra svari mínu er þetta mál á valdi sveitarfélaganna eftir flutning grunnskólans til þeirra. Menntmrn. fylgist með starfi grunnskólanna og gerir það með ýmsum hætti. Ég treysti mér ekki til þess að svara því hvernig menn muni bregðast við ef ekki fást kennarar til starfa í grunnskólum á þeim forsendum sem hv. fyrirspyrjandi lagði fyrir mig.

Hins vegar er alveg ljóst að samkvæmt lögum sem Alþingi hefur samþykkt hefur menntmrh. heimild til þess að veita fleirum rétt til þess að starfa í grunnskólunum en þeim sem hafa full réttindi kennara. Það er það úrræði sem ráðherrann hefur til þess að sjá til þess að það sé starfsfólk til þess að halda uppi grunnskólastarfi í landinu.