Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 17:03:51 (214)

1999-06-14 17:03:51# 124. lþ. 4.4 fundur 3. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[17:03]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi aðeins nefna tvennt. Annars vegar orðaði ég það sem svo að lögformlegt umhverfismat væri eingöngu til að fresta framkvæmdinni. Ég tel að þannig sé það. Ljóst er að það gefur mönnum lögformlegt tækifæri til að koma að athugasemdum. Það var hins vegar gert 1991 þegar virkjunarleyfið var gefið út. Þá komu t.d. engar athugasemdir um Eyjabakkalón, svo merkilegt sem það er.

Spurningin er: Hvers eðlis yrðu þessar athugasemdir núna? Við getum gefið okkur einhverjar hugmyndir um það fyrir fram. Umræðan er í sjálfu sér í fullu gildi, hún er enn þá opinber og menn geta komið á framfæri athugasemdum. Þær verða væntanlega skoðaðar og metnar samkvæmt þeim efnisatriðum sem þar koma fram.