Mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar

Mánudaginn 14. júní 1999, kl. 17:19:26 (223)

1999-06-14 17:19:26# 124. lþ. 4.4 fundur 3. mál: #A mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar# þál., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 124. lþ.

[17:19]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að með umhverfismati náist inn í umræðuna öll þau sjónarmið sem til þarf til þess að taka ákvörðun sem við getum verið sátt við bæði hér og nú en líka fyrir framtíðina því að við erum mögulega með skammtímahagsmuni annars vegar og langtímahagsmuni hins vegar. Við þurfum að vega og meta þessa kosti. Við þurfum að vega þá og meta til þess að geta verið sátt við niðurstöðuna.

Ég held að sátt muni ekki ríkja um niðurstöðu af þessu tagi, þ.e. að reisa þessa virkjun án þess að umhverfismat fari fram. Ég tel það.