Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 15. júní 1999, kl. 10:45:30 (240)

1999-06-15 10:45:30# 124. lþ. 5.3 fundur 1. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 124. lþ.

[10:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég dáist að íhaldssömum viðhorfum hv. þm. Ögmundar Jónassonar. Ég er með tvær spurningar til hans. Er hv. þm. hlynntur núverandi misvægi sem minnkað er verulega í þessum breytingum?

Hv. þm. kom í andsvari áðan inn á að hann teldi að atkvæðamagn ætti að vera háð aðstæðum fólks. Telur hann þá að fátækt fólk, öryrkjar og fatlaðir ættu að hafa meira atkvæðavægi en aðrir?