Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 15. júní 1999, kl. 11:09:23 (247)

1999-06-15 11:09:23# 124. lþ. 5.3 fundur 1. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., SvH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 124. lþ.

[11:09]

Sverrir Hermannsson (andsvar):

Herra forseti. Þegar ég gat um afstöðu Framsfl. til vægis atkvæða til kosningalaga á Íslandi á umliðnum áratugum þá hefur það blasað við öllum mönnum. Nú er það rétt að misvægi milli flokka hefur ekki ríkt en þetta er gamall kækur Framsóknar sem hún getur ekki vanið sig af að reyna til hins ýtrasta, að reyna að misnota þetta atriði um vægi atkvæðanna, gamall kækur sem hún þarf að venja sig af.