Stjórnarskipunarlög

Þriðjudaginn 15. júní 1999, kl. 11:10:13 (248)

1999-06-15 11:10:13# 124. lþ. 5.3 fundur 1. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 124. lþ.

[11:10]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst það sem kom fram hjá hv. þm. varla vera svara vert. Ég er reyndar fulltrúi Framsfl. í þeirri nefnd sem vann þetta mál og tala fyrir hönd flokksins og við stöndum að þessari breytingu. Ég tel að það fyrirkomulag sem ríkir í dag sé Framsfl. mjög óhagstætt og þess vegna tel ég rétt að gera breytingar.

Það er alveg ástæða til að nefna það, af því að hv. þm. talar digurbarkalega, að hann situr á hv. Alþingi vegna þess fyrirkomulags sem er í dag. Flokksbróðir hans, hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson, kemur inn á Alþingi á nokkrum hundruðum atkvæða. Þessi örfáu hundruð atkvæða á Vestfjörðum gera það að verkum að hv. þm. Sverrir Hermannsson situr á Alþingi í dag.