1999-06-15 17:59:26# 124. lþ. 6.2 fundur 2. mál: #A samningur milli Íslands, Noregs og Rússlands um þætti í samstarfi á sviði sjávarútvegs# þál., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 124. lþ.

[17:59]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Því er auðvitað ekki að neita að það sem varðar frumherjaregluna og endurgjaldsregluna er álitamál. Það er jafnframt rétt hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni að nokkur atriði í þessu máli mættu vera skýrari. Það er unnið að því að skýra þau og vonandi fáum við þær skýringar eins fljótt og auðið er þannig að hægt sé að leggja drög að veiðum togara okkar á þessu svæði.