Fundargerð 124. þingi, 0. fundi, boðaður 1999-06-08 13:30, stóð 13:29:12 til 22:30:23 gert 8 22:46
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

ÞINGSETNINGARFUNDUR

þriðjudaginn 8. júní.


Þingsetning.

Árið 1999, þriðjudaginn 8. júní, var hundrað tuttugasta og fjórða löggefandi Alþingi sett í Reykjavík. Er það tuttugasta og þriðja aukaþing í röðinni en hundrað þrítugasta og níunda samkoma frá því er Alþingi var endurreist.

Þingmenn söfnuðust saman í anddyri Alþingishússins kl. 1.30 miðdegis og gengu til fundarsalar Alþingis. Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis gengu forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, og biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, í þingsalinn. Þingmenn risu úr sætum. Forseti Íslands tók sér sæti í salnum en biskup las úr 33. Davíðssálmi og Jóhannesarguðspjalli og flutti bæn og blessunarorð frá ræðustól. Kammerkór Langholtskirkju söng á eystri þingpöllum við orgelleik stjórnandans, Jóns Stefánssonar.

Þessir menn skipuðu þingið:

  1. Arnbjörg Sveinsdóttir, 2. þm. Austurl.
  2. Árni R. Árnason, 11. þm. Reykn.
  3. Árni Johnsen, 1. þm. Suðurl.
  4. Árni Steinar Jóhannsson, 6. þm. Norðurl. e
  5. Árni M. Mathiesen, 1. þm. Reykn.
  6. Ásta R. Jóhannesdóttir, 15. þm. Reykv.
  7. Ásta Möller, 19. þm. Reykv.
  8. Björn Bjarnason, 2. þm. Reykv.
  9. Bryndís Hlöðversdóttir, 9. þm. Reykv.
  10. Davíð Oddsson, 1. þm. Reykv.
  11. Drífa Hjartardóttir, 4. þm. Suðurl.
  12. Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestf.
  13. Einar Oddur Kristjánsson, 5. þm. Vestf.
  14. Einar Már Sigurðarson, 4. þm. Austurl.
  15. Finnur Ingólfsson, 12. þm. Reykv.
  16. Geir H. Haarde, 3. þm. Reykv.
  17. Gísli S. Einarsson, 5. þm. Vesturl.
  18. Guðjón Guðmundsson, 4. þm. Vesturl.
  19. Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestf.
  20. Guðmundur Hallvarðsson, 8. þm. Reykv.
  21. Guðmundur Árni Stefánsson, 6. þm. Reykn.
  22. Guðni Ágústsson, 2. þm. Suðurl.
  23. Guðrún Ögmundsdóttir, 11. þm. Reykv.
  24. Gunnar Birgisson, 2. þm. Reykn.
  25. Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl.
  26. Halldór Blöndal, 1. þm. Norðurl. e.
  27. Hjálmar Árnason, 10. þm. Reykn.
  28. Hjálmar Jónsson, 1. þm. Norðurl. v.
  29. Ingibjörg Pálmadóttir, 2. þm. Vesturl.
  30. Ísólfur Gylfi Pálmason, 5. þm. Suðurl.
  31. Jóhann Ársælsson, 3. þm. Vesturl.
  32. Jóhanna Sigurðardóttir, 5. þm. Reykv.
  33. Jón Bjarnason, 5. þm. Norðurl. v.
  34. Jón Kristjánsson, 3. þm. Austurl.
  35. Katrín Fjeldsted, 14. þm. Reykv.
  36. Kolbrún Halldórsdóttir, 17. þm. Reykv.
  37. Kristinn H. Gunnarsson, 3. þm. Vestf.
  38. Kristján L. Möller, 3. þm. Norðurl. v.
  39. Kristján Pálsson, 8. þm. Reykn.
  40. Lára Margrét Ragnarsdóttir, 6. þm. Reykv.
  41. Lúðvík Bergvinsson, 6. þm. Suðurl.
  42. Margrét Frímannsdóttir, 3. þm. Suðurl.
  43. Ólafur Örn Haraldsson, 16. þm. Reykv.
  44. Páll Pétursson, 2. þm. Norðurl. v.
  45. Pétur H. Blöndal, 10. þm. Reykv.
  46. Rannveig Guðmundsdóttir, 4. þm. Reykn.
  47. Sighvatur Björgvinsson, 2. þm. Vestf.
  48. Sigríður Jóhannesdóttir, 9. þm. Reykn.
  49. Sigríður A. Þórðardóttir, 3. þm. Reykn.
  50. Siv Friðleifsdóttir, 7. þm. Reykn.
  51. Sólveig Pétursdóttir, 4. þm. Reykv.
  52. Steingrímur J. Sigfússon, 3. þm. Norðurl. e.
  53. Sturla Böðvarsson, 1. þm. Vesturl.
  54. Svanfríður Jónasdóttir, 4. þm. Norðurl. e.
  55. Sverrir Hermannsson, 18. þm. Reykv.
  56. Tómas Ingi Olrich, 5. þm. Norðurl. e.
  57. Valgerður Sverrisdóttir, 2. þm. Norðurl. e.
  58. Vilhjálmur Egilsson, 4. þm. Norðurl. v.
  59. Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þm. Reykn.
  60. Þórunn Sveinbjarnardóttir, 12. þm. Reykn.
  61. Þuríður Backman, 5. þm. Austurl.
  62. Ögmundur Jónasson, 13. þm. Reykv.
  63. Össur Skarphéðinsson, 7. þm. Reykv.


Forseti Íslands setur þingið.

[13:45]

Er þjóðsöngur Íslands hafði verið sunginn gekk forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, til ræðustóls og las forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 8. júní.

Forseti lýsti yfir að Alþingi Íslendinga væri sett samkvæmt bréfi því sem hann hafði lesið.

Forseti ávarpaði því næst nýkjörna þingmenn. Við lok ávarpsins stóð þingheimur upp og forsætisráðherra, Davíð Oddsson, mælti: ,,Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi.`` Tóku þingmenn undir þessi orð með ferföldu húrrahrópi.


Ávarp starfsaldursforseta.

[13:57]

Aldursforseti, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, bauð alþingismenn velkomna til starfa og lét í ljós þá ósk að störf Alþingis verði alþingismönnum til sóma og landi og þjóð til heilla.


Kosning í kjörbréfanefnd, 9 manna, skv. 2. mgr. 1. gr. þingskapa.

[13:58]

[Fundarhlé. --- 13:59]


Rannsókn kjörbréfa.

Kjörbréfanefnd athugaði kjörbréf þau sem landskjörstjórn gaf út 21. maí sl. í samræmi við úrslit alþingiskosninga sem fóru fram 8. maí sl. Enn fremur barst nefndinni bréf frá dómsmrn. dags. 3. júní sl. Með því var sendur í innsigluðu umslagi ágreiningsseðill úr Reykjaneskjördæmi ásamt endurriti úr gerðabók yfirkjörstjórnar Reykjaneskjördæmis.

[15:03]


Varamenn taka þingsæti.

[15:11]

Forseti las bréf þess efnis að Árni Gunnarsson tæki sæti Páls Péturssonar, 2. þm. Norðurl. v., Karl V. Matthíasson tæki sæti Sighvats Björgvinssonar, 2. þm. Vestf., og Ásgeir Logi Ásgeirsson tæki sæti Tómasar Inga Olrichs, 5. þm. Norðurl. e.


Drengskaparheit unnin.

[15:14]

Í samræmi við 2. gr. þingskapa undirrituðu þeir alþingismenn, sem taka sæti á Alþingi í fyrsta sinn, drengskaparheit að stjórnarskránni. Sex nýir þingmenn undirrituðu því drengskaparheitið á þessum fundi en þeir voru:

Ásta Möller, 19. þm. Reykv.,

Guðrún Ögmundsdóttir, 11. þm. Reykv.,

Jón Bjarnason, 5. þm. Norðurl. v.,

Kolbrún Halldórsdótir, 17. þm. Reykv.,

Kristján L. Möller, 3. þm. Norðurl. v.,

Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þm. Reykn.

Auk áðurgreindra aðalmanna undirrituðu þrír varamenn drengskaparheit að stjórnarskránni en þeir voru:

Árni Gunnarsson, 2. þm. Norðurl. v.,

Ásgeir Logi Ásgeirsson, 5. þm. Norðurl. e.,

Karl V. Matthíasson, 2. þm. Vestf.


Kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa.

[15:18]

Hinn nýkjörni forseti gekk til forsetastóls og ávarpaði þingmenn.


Afbrigði um dagskrármál.

[15:25]

Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. þingskapa skyldi fara fram kosning sex varaforseta. Það var tillaga forseta að þessu sinni að einungis yrðu kjörnir fjórir varaforsetar. Því leitaði forseti afbrigða frá þingsköpum um að kosning fimmta og sjötta varaforseta færi ekki fram að svo stöddu og voru þau samþykkt án atkvæðagreiðslu.

Samkomulag var milli þingflokka um annan ræðutíma í umræðum um stefnuræðu forsrh. en kveðið er á um í 2. mgr. 73. gr. þingskapa, þ.e. að umferðir verði þrjár, 12 mínútur, 6 mínútur og 6 mínútur. Því leitaði forseti afbrigða frá þingsköpum til þess að svo mætti verða og voru þau samþykkt án atkvæðagreiðslu.


Kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.

[15:26]


Stefnuræða forsætisráðherra.

[15:27]

Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, flutti stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar.

[Fundarhlé. --- 15:52]


Umræða um stefnuræðu forsætisráðherra.

[20:30]

Umræðurnar skiptust í þrjár umferðir. Þar sem forsætisráðherra hafði þegar flutt stefnuræðu sína var samkomulag um að aðrir þingflokkar en Sjálfstfl. hefðu 12 mínútur hver í 1. umferð, í 2. og 3. umferð hefði hver þingflokkur 6 mínútur til umráða. Röð flokkanna var að öðru leyti þessi: Sjálfstfl., Samfylkingin, Framsfl., Vinstri hreyfingin -- grænt framboð, Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn voru fyrir Sjálfstfl. Sólveig Pétursdóttir dómsmrh. í 2. umferð og Sturla Böðvarsson samgrh. í 3. umferð. Ræðumenn Samfylkingarinnar voru í 1. umferð Margrét Frímannsdóttir, 3. þm. Suðurl., Þórunn Sveinbjarnardóttir, 12. þm. Reykn., í 2. umferð og Guðmundur Árni Stefánsson, 6. þm. Reykn., í 3. umferð.

Fyrir Framsfl. töluðu Guðni Ágústsson landbrh. og Siv Friðleifsdóttir umhvrh. í 1. umferð, í 2. umferð Jón Kristjánsson, 3. þm. Austurl., og í 3. umferð Kristinn H. Gunnarsson, 3. þm. Vestf.

Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfingu -- grænt framboð voru Steingrímur J. Sigfússon, 3. þm. Norðurl. e., í 1. umferð, í 2. umferð Þuríður Backman, 5. þm. Austurl., og í 3. umferð Kolbrún Halldórsdóttir, 17. þm. Reykv.

Fyrir Frjálslynda flokkinn talaði í 1. umferð Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestf., og í 2. og 3. umferð Sverrir Hermannsson, 18. þm. Reykv.

[22:29]

Útbýting þingskjala:

Fundi frestað kl. 22:30.

---------------