Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 13:57:46 (3768)

2000-02-01 13:57:46# 125. lþ. 53.1 fundur 272. mál: #A jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla# (heildarlög) frv. 96/2000, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[13:57]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Sjálfsagt er mikið til í því að það komi fyrir að hæfasti karlmaðurinn sé látinn sitja hjá en annar minna hæfur ráðinn í staðinn ekki síður en að um kynjamismunun sé að ræða. En það er einhvern veginn svo að öllum getur skjátlast. Mér kemur í hug ágæt, þingeysk gömul vísa:

  • Allir hafa einhvern brest,
  • öllum fylgir galli.
  • Öllum getur yfirsést
  • og einnig þeim á Fjalli.