Atvinnuréttindi útlendinga

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 18:45:12 (3813)

2000-02-01 18:45:12# 125. lþ. 53.2 fundur 261. mál: #A atvinnuréttindi útlendinga# (undanþágur) frv. 41/2000, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[18:45]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þori ekki að fullyrða um það en einhvern veginn finnst mér að erótískir dansstaðir séu flestir á Akureyri miðað við fólksfjölda. Þó að hv. þm. vilji að sjálfsögðu sóma síns byggðarlags eða höfuðstaðar Norðurlands eystra sem mestan þá verður hann að búa við þetta.

Erótík er falleg og skemmtileg og því ber að fagna þegar vel tekst til. En spurningin er: Hvar endar listin og hvar byrjar klámiðnaðurinn? Ég leyfi mér að fullyrða að það er engin goðgá að hafa til hliðsjónar þessa sýningu. Ég hef að vísu ekki skoðað þessa tilteknu listsýningu en af þeim fréttum sem fjölmiðlar hafa borið af henni þá leyfi ég mér að kalla hana klámiðnað.