Ábúðarlög

Þriðjudaginn 01. febrúar 2000, kl. 20:30:11 (3831)

2000-02-01 20:30:11# 125. lþ. 53.6 fundur 239. mál: #A ábúðarlög# frv. 21/2000, landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur, 125. lþ.

[20:30]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér þykir mjög mikilvægt þegar sá samningur lítur dagsins ljós að þingið komi sem fyrst að því máli. Landbn. tekur það til umfjöllunar og þar kemur allur hinn skynsami þingheimur að því að landbn. er vel skipuð.

Ég verð kannski að hryggja hv. þm. með því að ég veit ekki hvort samningarnir duga fyrir alla sauðfjárbændur en ég vona að þeir geti hleypt þeim krafti í þá búgrein að hún styrkist. Beingreiðsluhafar í sauðfjárrækt eru 2.500--2.600 og margir búa smátt. En ég bind samt sem áður vonir (Gripið fram í: Hvað ætlið þið að skera marga?) við að samningurinn verði góður. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon, sem tekið hefur þátt í því vandasama starfi sem það er fyrir sauðfjárræktina að gera búvörusamning og er minnugur þeirra gerða um þessar mundir, spyr auðvitað stórra spurninga sem eðlilegt er, enda maðurinn með gott hjarta.