Þjónusta við geðsjúk börn

Miðvikudaginn 02. febrúar 2000, kl. 14:14:24 (3848)

2000-02-02 14:14:24# 125. lþ. 55.3 fundur 215. mál: #A þjónusta við geðsjúk börn# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 125. lþ.

[14:14]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hreyfir þýðingarmiklu máli og dregur fram þá staðreynd sem við hefur blasað í nokkur ár sem er fjárskortur barna- og unglingageðdeildar.

Ég kem til að minna á umræðu um vímuefnamál fyrir tveim, þremur árum og kröfur Alþingis um úrræði. Þá veitti hæstv. heilbrrh. 12 millj. kr. til barna- og unglingageðdeildar sem átti að veita ráðgjöf til foreldra barna í vímuefnaneyslu.

[14:15]

Ég spyr: Hvernig í ósköpunum getur barna- og unglingageðdeild veitt slíka ráðgjöf þegar þar er lokað, t.d. um helgar þegar slík mál koma upp? Hvað hefur gerst í þessum málum? Hvernig er þeim málum háttað sem ráðherra lofaði á sínum tíma en virðast aldrei hafa komið til framkvæmda? Hver er þáttur barna- og unglingageðdeildar í málum barna í vímuefnaneyslu?