Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 03. febrúar 2000, kl. 16:53:30 (3991)

2000-02-03 16:53:30# 125. lþ. 56.3 fundur 230. mál: #A stjórn fiskveiða# (frystiskip) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 125. lþ.

[16:53]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þm. að nálægð fiskimiðanna ætti að koma byggðunum til góða en þá má lagaleg umgjörð eða framkvæmd laganna ekki vera þannig að það hindri byggðirnar í að njóta þess. Aflakvóti í dagróðrarfæri frá byggðinni ætti því ekki að vera seldur eða afhentur útgerð eða skipi sem ekki er hæft til að veiða á þessum slóðum, er annars staðar en hefur einungis þennan rétt til að selja og braska með hann. Þetta kerfi mismunar einmitt hvað þetta varðar nú. Því meiri almennri kerfislegri mismunun sem við getum kippt burt því eðlilegra getur þetta ástand orðið einmitt gagnvart möguleika byggðanna til að njóta nálægðarinnar við fiskimiðin.