Löggæsla í Grindavík

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 15:18:55 (4042)

2000-02-07 15:18:55# 125. lþ. 57.2 fundur 281#B löggæsla í Grindavík# (óundirbúin fsp.), ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[15:18]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir greinargóð svör en samt sem áður liggur það á borðinu að það er uggur í brjósti margra heimamanna út af þessum málum. Því væri e.t.v. ástæða til þess að spyrja hæstv. dómsmrh. hvort tillögur lögreglustjóranna séu til komnar vegna þröngrar fjárhagsáætlunar sem var samþykkt í þinginu í desember og hvort þær tillögur, sem hafa nú verið samþykktar og eru uppi á borðinu, séu tillögur sem byggja á því að hæstv. dómrmh. hefur afskipti af málinu og þess vegna séu hlutirnir leiðréttir. Það er mikilvægt varðandi stöðu t.d. annarra umdæma í þessu sambandi.