Öryggismál á hálendi Íslands

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 15:27:10 (4048)

2000-02-07 15:27:10# 125. lþ. 57.2 fundur 282#B öryggismál á hálendi Íslands# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[15:27]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég fagna undirtektum hæstv. dómsmrh. um að staða þessara mála verði könnuð því að sá orðrómur sem ég hef er einmitt sá að margir landverðir sé uppteknir við að reyna að fylgja eftir löggæslu bæði hvað varðar umgengni við náttúruna og einnig við umferð og öryggi fólks en þeir hafi minni tíma til þess að sinna því sem þeir séu ráðnir til sem sé landvarsla og fræðsla og upplýsingar um náttúruna á þessum svæðum. Ég tel í rauninni, herra forseti, að þetta sé stóralvarlegt mál.