Öryggismál á hálendi Íslands

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 15:28:39 (4050)

2000-02-07 15:28:39# 125. lþ. 57.2 fundur 282#B öryggismál á hálendi Íslands# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[15:28]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég tek alveg undir það með hæstv. dómsmrh. að landverðir standa sig vel og sinna starfi sínu mjög vel miðað við erfiðar aðstæður. Ég vil leggja áherslu á öryggismál þeirra þar sem þeir eru aleinir inni á öræfum og eiga að sinna verkefni sínu við oft erfiðar aðstæður. Ég tel að það eigi að skoða þessi mál bæði gagnvart öryggi þeirra, gagnvart öryggi náttúrunnar og gagnvart öryggi fólks sem þarna er að fara um og síðan ekki gleyma því fræðsluhlutverki sem einmitt landverðir hafa gagnvart þessari umferð.