Skráning og mat fasteigna

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 16:55:00 (4062)

2000-02-07 16:55:00# 125. lþ. 57.9 fundur 290. mál: #A skráning og mat fasteigna# (Landskrá fasteigna) frv. 47/2000, 281. mál: #A þinglýsingalög# (Landskrá fasteigna) frv. 45/2000, 285. mál: #A brunatryggingar# (Landskrá fasteigna) frv. 40/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[16:55]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. fór í gegnum kosti þessarar nýju matsskrár og þeir eru umtalsverðir fyrir atvinnulífið út um allt. Við erum að taka upp rafræna skráningu verðbréfa og það stefnir í að stóri bróðir sé með allar eignir landsmanna í takinu og hér hefur verið rætt mjög mikið um verndun persónuupplýsinga í heilbrigðiskerfinu og þar eru tekin upp mjög ströng ákvæði um dulkóðun en á sama tíma er ríkisvaldið að stórauka aðgang að upplýsingum um eignir manna og skuldir. Hér á að rekja allar veðskuldir o.s.frv. Meira að segja viðhaldssögu fasteigna. Allt í góðu gert.

Ég spyr hæstv. fjmrh. vegna þess að ekki er orð um það í frv., a.m.k. gat ég ekki fundið það, að menn hefðu áhyggjur af persónuupplýsingum og verndun þeirra: Hvar stendur einstaklingurinn gagnvart ríkinu þegar við erum komin með svona mikið batterí?