Skráning og mat fasteigna

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 17:56:23 (4075)

2000-02-07 17:56:23# 125. lþ. 57.9 fundur 290. mál: #A skráning og mat fasteigna# (Landskrá fasteigna) frv. 47/2000, 281. mál: #A þinglýsingalög# (Landskrá fasteigna) frv. 45/2000, 285. mál: #A brunatryggingar# (Landskrá fasteigna) frv. 40/2000, fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[17:56]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Ég hygg reyndar að það sé einmitt meiningin með slíkri samtengingu að auðvelda þau samskipti hvort sem heimaembættið eða embættið þar sem viðkomandi eign er staðsett eða skráð kunni síðan að þurfa að leggja endanlega blessun sína yfir gjörninginn eða ljúka málinu með einhverjum hætti. Hugmyndin er náttúrlega sú að menn geti komist inn í þetta hvar sem er, byggingarfulltrúar sveitarfélaga geti komist inn í skrána með sín gögn, allir sýslumenn hvar sem þeir eru og síðan að fasteignasalar geti komist inn í það sem þeir þurfa o.s.frv. Hugmyndin er einmitt sú að auðvelda þessi samskipti og spara mönnum sporin, spara mönnum ferðir og þess háttar.