Lífeyrissjóður sjómanna

Mánudaginn 07. febrúar 2000, kl. 18:54:46 (4089)

2000-02-07 18:54:46# 125. lþ. 57.13 fundur 150. mál: #A lífeyrissjóður sjómanna# (iðgjöld) frv., Flm. GAK
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur, 125. lþ.

[18:54]

Flm. (Guðjón A. Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil þakka undirtektir hv. þm. sem hafa tekið þátt í að ræða þetta mál. Það er svo sem ekki miklu við það að bæta öðru en því að ég tel að ríkið hafi ekki staðið við loforð sín gagnvart sjómannastéttinni hvað varðar þann réttindaauka sem átti að færa sjómannastéttinni 1981.

Það verður auðvitað reynt á það með málsókn og kemur þá í ljós hvort málið verður metið þannig að sjómannasamtökin eigi þar rétt fyrir hönd sinna manna. Ef ekki, þá verða menn sjálfsagt að bíta í það súra epli en ég er alveg viss um að frá fyrstu tíð þegar sjómenn slökuðu út fiskverðshækkuninni til að fá þessa 60 ára reglu inn, þá litu sjómenn svo á að það væri framlag ríkisins til að leysa þá kjaradeilu sem þá var uppi, 1981, og við sjómenn höfum litið svo á að hér væri um vanefndir ríkisins að ræða að þessu leyti.

Ég legg svo til að málið fari til efh.- og viðskn.