Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 14:51:00 (4103)

2000-02-08 14:51:00# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[14:51]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil svara með því að lesa hér upp úr skilgreiningu tilskipunarinnar sem þessum lögum er ætlað að lögleiða. Þar segir:

,,Persónuupplýsingar: Allar upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Maður telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í kennitölu eða einn eða fleiri þætti sem sérkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.``

Ég vil svara með þessu.