Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 08. febrúar 2000, kl. 15:15:32 (4109)

2000-02-08 15:15:32# 125. lþ. 58.8 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 58. fundur, 125. lþ.

[15:15]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir margt af því sem hv. þm. sagði áðan. Mig langar til að beina til hans einni spurningu vegna þeirrar fullyrðingar sem hann gaf sjálfur í ræðu sinni áðan, þ.e. að einstaklingar eiga orðið erfitt sökum þess að það er mikil og almenn upplýsingasöfnun í samfélaginu. Breytir þá nánast engu hvar borið er niður hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum, að það er almennt mikil upplýsingasöfnun í gangi. Mig langar því til að beina þeirri spurningu til hv. þm. hvort hann telji ekki eðlilegra við þessar aðstæður þegar við erum að feta okkur inn á þessa braut, feti framar en síðast, að við beitum ákveðnum varúðarsjónarmiðum og höfum þá frekar höft á þessu en almenna opnun á meðan við fetum okkur inn á þessa slóð því að eins og vitum erum framfarir í tækni og upplýsingamálum alveg gífurlega örar.