Fæðingarorlof

Miðvikudaginn 09. febrúar 2000, kl. 15:26:44 (4166)

2000-02-09 15:26:44# 125. lþ. 60.2 fundur 153. mál: #A fæðingarorlof# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 125. lþ.

[15:26]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það er löngu tímabært að við ræðum þetta mál. Það kom fram hjá hæstv. ráðherra að viljinn er fyrir hendi að jafna rétt foreldra og lengja fæðingarorlofið. En ekkert var sagt um það hvenær eða hvernig eigi að jafna þennan rétt. Hvað er verið að gera, hæstv. ráðherra? Hvaða hugmyndir eru í gangi? Eru menn að hugsa um sérstakan sjóð eins og þingmenn Samfylkingarinnar hafa ítrekað lagt til í fæðingarorlofsmálinu á þingi? Eru menn með einhverjar hugmyndir varðandi kjarasamningana? Full ástæða er til þess að við fáum svör við þessu. Við verðum að fá skýrari svör um þetta mikilvæga mál. Þetta er í stjórnarsáttmálanum og full ástæða er til að menn fari að huga að endurbótum á fæðingarorlofi.