Lausafjárkaup

Fimmtudaginn 10. febrúar 2000, kl. 11:21:59 (4186)

2000-02-10 11:21:59# 125. lþ. 61.1 fundur 110. mál: #A lausafjárkaup# (heildarlög) frv. 50/2000, viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 125. lþ.

[11:21]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil í sjálfu sér ekki útiloka neitt í þeim efnum sem hv. þm. talaði um og tel reyndar að það sé nokkuð um það á sérsviðum að hér séu starfandi nokkurs konar úrskurðarnefndir. En allt þarf þetta yfirlegu og ég tel að við eigum ekki að ana að neinu í þessum efnum. Ég býst alveg við að nefndin fjalli um þetta eins og margt annað. Almennt séð held ég að við tökum stórt skref í réttindamálum neytenda með því að lögfesta það frv. sem hér er til umfjöllunar og síðan verði það að sjálfsögðu skoðað í fyllingu tímans hvaða ákvæði það eru sem mætti hugsanlega auka við til þess að bæta enn hag neytenda.