Landsvirkjun

Fimmtudaginn 10. febrúar 2000, kl. 12:51:52 (4205)

2000-02-10 12:51:52# 125. lþ. 61.5 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 125. lþ.

[12:51]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. má ekki skilja orð mín svo að ég telji það eitthvað óeðlilegt þó að þeir hafi komið þessu upp. Það er í sjálfu sér ofur eðlilegt. En hins vegar hefur það orðið til í skjóli einokunar og það er ekkert í sjálfu sér að því að finna.

Það sem ég var að benda á, og ég skildi hv. þm. svo að hann væri því sammála, var að ef af þessu yrði og Alþingi veitti þessa heimild þá yrði einfaldlega að tryggja að öll fyrirtæki sem á því hafa áhuga gætu komist þarna inn á jafnréttisgrunni. Það er í raun það meginatriði sem ég vildi leggja áherslu á og ég fagna því að hv. þm. Hjálmar Árnason, formaður iðnn. Alþingis, sé þessu sammála.