Landsvirkjun

Fimmtudaginn 10. febrúar 2000, kl. 14:42:11 (4229)

2000-02-10 14:42:11# 125. lþ. 61.5 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 125. lþ.

[14:42]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Herra forseti. Jú, málið er greinilega miklu flóknara en það. Hv. þm. Hjálmar Árnason hefur ekki lesið frv. þó stutt sé. Það snýst auðvitað ekki um að Landsvirkjun taki ákvörðun um að hleypa einhverjum inn á þennan ljósleiðara og leyfa öðrum aðilum að nýta hann. Það snýst um að Landsvirkjun verði aðili að þeim fyrirtækjum. Það er bara allt annar hlutur. Ég bið hv. þm. að lesa þetta frv., það er stutt.