HErl fyrir ÁSJ

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 15:02:09 (4250)

2000-02-14 15:02:09# 125. lþ. 62.95 fundur 310#B HErl fyrir ÁSJ#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[15:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf, dags. 11. febr. 2000:

,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur vegna veikinda leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að óska þess að 1. varamaður Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs í Norðurl. e., Helga Arnheiður Erlingsdóttir oddviti, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Árni Steinar Jóhannsson,

6. þm. Norðurl. e.``

Kjörbréf Helgu Arnheiðar Erlingsdóttur hefur verið samþykkt.