Fjárreiður ríkisins

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 15:39:24 (4262)

2000-02-14 15:39:24# 125. lþ. 62.11 fundur 243. mál: #A fjárreiður ríkisins# (laun, risna o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[15:39]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það er óneitanlega dálítið erfitt að tala um þetta svona þegar ekki eru nefnd ákveðin dæmi. Ég veit ekki hvað hv. þm. á nákvæmlega við. Það eina sem ég hef sagt um þetta frv. er það að ég vil ekki hafna innihaldi þess, en ég tók það líka fram að ég væri ekki þar með að lýsa yfir stuðningi mínum við þetta tiltekna frv. Þingmenn hafa túlkað það svo, bæði hv. þm. Ögmundur Jónasson og hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir að ég hafi bara tekið þægilega vel í frv. En ég held að það sé fullkomlega eðlileg afstaða að hafna ekki þessu vegna þess að þarna eru ákveðin sjónarmið að baki sem eiga rétt á sér, en ég vil líka kynna mér betur hverjar ástæðurnar voru fyrir því að þetta var tekið út og síðan skulum við bara að meta þetta mál í rólegheitunum þegar þeir hlutir liggja fyrir.