Tollalög

Mánudaginn 14. febrúar 2000, kl. 16:19:55 (4274)

2000-02-14 16:19:55# 125. lþ. 62.12 fundur 196. mál: #A tollalög# (aðaltollhafnir) frv. 87/2000, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 125. lþ.

[16:19]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Það gætir einhvers misskilnings. Sannleikurinn er nú sá að þegar skip kemur í höfn þar sem tollafgreiðsla fer fram skiptir ekki máli hvort það er fiskiskip sem kemur siglandi frá erlendri höfn eða hvort það er kaupskip. Mér vefst alls ekki tunga um tönn um þetta mál. Ég bið hv. þm. afsökunar á því ef ég hef teygt lopann heldur yfir í andsvar við hv. þm. Ísólf Gylfa Pálmason en það átti auðvitað að snúast fyrst og fremst til síðasta ræðumanns en það var aðeins komið inn á þetta, aðeins gætti þó þess að verið var að tala um samkeppnismál og það skiptir auðvitað máli. En ekki meira um það. Ég er alls ekki andsnúinn málinu en eins og ég sagði áðan minnist ég þess ekki þegar málið var fyrst lagt fram að þá hafi verið ítarlegri greinargerð með málinu en nú er.