Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 15:44:48 (4345)

2000-02-15 15:44:48# 125. lþ. 63.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[15:44]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Já, ég féll í sömu gryfju og kollegar mínir og í þeirri gryfju fer ágætlega um mig. Kollegar mínir víða um lönd eru í þeirri gryfju og ætla að vera í henni áfram, svona eins konar skotgröfum má segja. Þeir vinna að því eins og hægt er að koma hnefaleikum út af Ólympíuleikunum. Við teljum að það hljóti að vera æskilegt.

[15:45]

Ég tel að hægt sé að bera þessar tvær hliðar hnefaleika saman hvað varðar höfuðáverka, hvað varðar augnslys og hvað varðar árásargirni. Þetta þrennt kemur fram bæði hjá atvinnumönnum og áhugamönnum í þessari íþrótt. Ég verð að segja að leiknin eða færnin að komast inn fyrir vörn andstæðingsins er að koma höggi á höfuðið og búkinn, það er markmiðið. Og hafa til þess bara þrjár eða fjórar mínútur þurfa menn að vera því snarpari og hraðari til að geta komið fleiri höggum á mínútu en í atvinnuboxi.