Lögleiðing ólympískra hnefaleika

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 15:45:58 (4346)

2000-02-15 15:45:58# 125. lþ. 63.10 fundur 292. mál: #A lögleiðing ólympískra hnefaleika# frv., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[15:45]

Ásta Möller (andsvar):

Herra forseti. Í þessum leik er bæði vörn og sókn og það er ekki síst leikni í vörn sem gefur stig.

Í skoðun minni á þessu máli fór ég í gegnum fjölda greina --- ég get afhent hv. þm. afrit af þeim greinum --- þar sem sérstaklega eru skoðuð áhrif áhugamannahnefaleika á heilsu iðkenda. Í hverri greininni á fætur annarri koma fram niðurstöður rannsókna sem benda til þess að áhrif á heilsu séu óveruleg. Hins vegar verður líka að átta sig á því að ef menn vilja vera í skotgröfunum þá komast þeir ekkert áfram. Sú leið sem bandarísku læknasamtökin hafa valið að fara núna, þ.e. að vinna með fólki til að fækka slysum í hnefaleikum tel ég vera farsælli en sú leið að vera í skotgröfum.