Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Þriðjudaginn 15. febrúar 2000, kl. 17:04:33 (4368)

2000-02-15 17:04:33# 125. lþ. 63.11 fundur 280. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (heildarlög) frv. 77/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 125. lþ.

[17:04]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir ágæta ræðu hv. þm. Ástu Möller. Varðandi skilning hv. þm. á upplýstu samþykki þá held ég að hann sé nokkuð nálægt mínum skilningi, að þennan þátt þyrfti að hafa á.

Mig langar í þessu sambandi að minna á að þingmenn sem standa að Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði lögðu á sínum tíma fram þáltill. þess efnis að komið yrði á fót dreifðum grunnum, dreifðum upplýsingagrunnum á heilbrigðissviði sem síðan væri unnt að keyra saman undir vissum kringumstæðum. Allt var það byggt á hugmyndinni um upplýst samþykki.